Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   mið 04. desember 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Postecoglou: Bætingar á öllum sviðum
Ange Postecoglou stjóri Tottenham.
Ange Postecoglou stjóri Tottenham.
Mynd: EPA
Ange Postecoglou stjóri Tottenham segir að liðið sé að bæta sig á öllum sviðum leiksins. Óstöðugleiki liðsins hefur verið mikið í umræðu en Postecoglou sér framfarir.

„Við erum að þróast og bæta okkur í öllum þáttum leiksins. Við höfum skorað mörg mörk en við erum miklu stöðugri varnarlega en við vorum á síðasta tímabili. Við höfum vissulega misst mikilvæga menn á meiðslalistann en það er eitthvað sem við þurfum að vinna í gegnum," segir Postecoglo.

„Við getum bætt okkur enn frekar en við erum að sýna þróun á stöðum sem við töldum okkur þurfa bætingu. Augljóslega höfum við átt leiki þar sem við höfum ekki náð að framkvæma fótboltann okkar, sérstaklega gegn Palace og Ipswich. Þar vorum við langt frá því sem við eigum að sýna en fyrir utan þá leiki er þróunin góð."

Tottenham er í sjöunda sæti og heimsækir Bournemouth annað kvöld. Sóknarmaðurinn Dominic Solanke var ekki með í 1-1 jafnteflinu gegn Fulham um síðustu helgi.

„Dom mun æfa í dag. Hann er ekki 100% en er miklu betri en hann var um helgina. Aðrir á meiðslalistanum eru að færast nær en eru ekki klárir," segir Postecoglou.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 22 16 5 1 54 21 +33 53
2 Arsenal 23 13 8 2 44 21 +23 47
3 Nott. Forest 23 13 5 5 33 27 +6 44
4 Man City 23 12 5 6 47 30 +17 41
5 Newcastle 23 12 5 6 41 27 +14 41
6 Chelsea 23 11 7 5 45 30 +15 40
7 Bournemouth 23 11 7 5 41 26 +15 40
8 Aston Villa 22 10 6 6 33 34 -1 36
9 Brighton 23 8 10 5 35 31 +4 34
10 Fulham 22 8 9 5 34 30 +4 33
11 Brentford 22 8 4 10 40 39 +1 28
12 Crystal Palace 22 6 9 7 25 28 -3 27
13 Man Utd 22 7 5 10 27 32 -5 26
14 West Ham 22 7 5 10 27 43 -16 26
15 Tottenham 22 7 3 12 45 35 +10 24
16 Everton 22 5 8 9 19 28 -9 23
17 Wolves 23 4 4 15 32 52 -20 16
18 Ipswich Town 23 3 7 13 21 47 -26 16
19 Leicester 22 3 5 14 23 48 -25 14
20 Southampton 23 1 3 19 16 53 -37 6
Athugasemdir
banner