sun 05. febrúar 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Angantýr kominn heim til Dalvíkur (Staðfest)
Mynd: Dalvík/Reynir

Dalvík/Reynir var að fá góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í 2. deildinni eftir að félagið fór upp um deild í fyrra.


Angantýr Máni, eða Týri eins og hann er gjarnan kallaður, er búinn að krota undir tveggja ára samning við Dalvíkinga eftir að hafa verið fjarverandi í nokkur ár sem leikmaður Magna.

Týri er snöggur kantmaður sem ólst upp hjá yngriflokkum KA og á yfir 20 keppnisleiki að baki fyrir meistaraflokk Dalvíkur/Reynis.

Hann býr yfir mikilli reynslu með Magna úr 2. deildinni og mun nú hjálpa sinni heimabyggð við að halda sér uppi.

Týri er fæddur um aldamótin og verður spennandi að fylgjast með honum í bláu í sumar.


Athugasemdir
banner
banner