Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 05. febrúar 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bjarki Rúnar framlengir í Þorlákshöfn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Ægir frá Þorlákshöfn hefur staðfest að Bjarki Rúnar Jónínuson gerir tveggja ára samning við félagið.


Bjarki Rúnar var lykilmaður í liði Hamars í 4. deild áður en nágrannarnir frá Þorlákshöfn kræktu í hann. Hann hefur reynst Ægismönnum vel í 2. deild og verður áfram hjá félaginu.

Ægir var spútnik lið síðasta tímabils í 2. deildinni en mistókst að fara upp í Lengjudeildina - sem hefði verið saga til næsta bæjar. Þá komst Ægir óvænt alla leið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

„Það er mikil spenna fyrir komandi tímabili innan liðsins og hópurinn farinn að taka á sig nokkuð skýra mynd," segir meðal annars í tilkynningu frá Ægi.


Athugasemdir
banner