Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
banner
   sun 05. febrúar 2023 11:40
Aksentije Milisic
Galatasaray hefur viðræður við Roma um Zaniolo
Mynd: Getty Images

Nicolo Zaniolo, leikmaður AS Roma á Ítalíu, reyndi allt sem hann gat til þess að komast burt frá félaginu í janúar.


Það tókst ekki en Roma samþykkti tilboð Bournemouth í leikmanninn.

Zaniolo hafði engan áhuga að ganga til liðs við Bournemouth en snerist svo hugur undir lok gluggans. Þá sagði hins vegar enska félagið nei takk.

Leikmaðurinn er búinn að fá félagið og alla stuðningsmenn liðsins upp á móti sér en honum hefur verið tilkynnt að hann verður ekki hluti af verkefninu sem framundan er hjá Roma.

Tyrkneska félagið Galatasaray hefur áhuga á Zaniolo og hefur hafið viðræður við Roma. Ítalska félagið vill ekki lána leikmanninn heldur einungis selja hann.

Samkvæmt Fabrizio Romano þá er Zaniolo sagður vera hugsa málið en ef hann kemst ekki burt þá gæti hann þurft að sitja upp í stúku eða heima hjá sér út tímabilið. Þá þyrfti hann einnig að æfa einn síns liðs.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner