banner
   sun 05. febrúar 2023 21:08
Ívan Guðjón Baldursson
Grikkland: PAOK óheppnir gegn Olympiakos
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá PAOK er liðið tók á móti Olympiakos í toppslag í gríska boltanum.


Sverrir Ingi er mikilvægur hlekkur í sterku liði PAOK og voru heimamenn óheppnir að vinna ekki leikinn í dag.

PAOK var talsvert sterkari aðilinn og átti Sverrir Ingi frábæran leik í hjarta varnarinnar. Lokatölur urðu 0-0 og deila liðin þriðja sæti deildarinnar eftir jafnteflið, með 43 stig eftir 21 umferð - fimm stigum frá toppnum.

Íslendingalið Atromitos átti þá að spila við topplið AEK frá Aþenu en þeim leik var frestað. Viðar Örn Kjartansson og Samúel Kári Friðjónsson eru á mála hjá félaginu.

Daníel Leó Grétarsson var þá fjarri góðu gamni er Slask Wroclaw nældi sér í þrjú stig í pólska boltanum. Liðið er um miðja deild og var Daníel Leó með byrjunarliðssæti áður en hann meiddist.

PAOK 0 - 0 Olympiakos

Pogon Szczecin 0 - 2 Slask Wroclaw


Athugasemdir
banner
banner
banner