Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. febrúar 2023 22:19
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Ekki í stöðu til að hugsa um titilinn
Mynd: EPA

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, svaraði spurningum fréttamanna eftir tap gegn Tottenham í dag.


Tapið er skellur fyrir Man City sem gat brúað bilið milli sín og toppliðs Arsenal niður í tvö stig með sigri.

„Við byrjuðum mjög vel þar sem þeir komust bara einu sinni yfir miðjulínuna með boltann og skoruðu. Alveg eins og gerðist fyrir tveimur vikum. Það er alltaf erfitt að spila á þessum velli og þetta var enn erfiðara í dag því þeir vörðust á tíu leikmönnum og voru með dýpri varnarlínu en vanalega. Við komum hingað til að sækja sigur en það gekki upp, við mættum afar sterkum andstæðingum," sagði Guardiola, sem var svo spurður út í dómgæsluna. „Í hversu mörg ár hef ég komið hingað eftir leiki og gefið viðtöl? Hversu oft hefur dómarinn verið viðstaddur?"

Guardiola var einnig spurður út í titilbaráttuna, Harry Kane og ástandið innan herbúða Manchester City.

„Ég vil óska Harry Kane til hamingju með þennan áfanga fyrir hönd Manchester City. Hann er stórkostlegur leikmaður og á þetta skilið.

„Gengi okkar á þessum velli hlýtur að fara að breytast, það er stórfurðulegt að við séum ekki búnir að skora eitt einasta mark hérna. Við höfum komið hingað og klúðrað vítaspyrnum og ýmsum dauðafærum, það er erfitt að útskýra hvers vegna við eigum eftir að skora hér.

„Í leiknum í dag fundum við góðar stöður og náðum góðum sóknum en það vantaði síðustu sendinguna og síðustu snertinguna til að setja boltann í netið.

„Við erum ekki í stöðu til að hugsa um Englandsmeistaratitilinn, við hugsum einungis um næsta leik, gegn Aston Villa. Við þurfum að gefa allt í þann leik."


Athugasemdir
banner
banner
banner