Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 05. mars 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gilmour minnir fyrrum leikmann Chelsea á Roy Keane
Billy Gilmour.
Billy Gilmour.
Mynd: Getty Images
Billy Gilmour, 18 ára gamall miðjumaður Chelsea, átti góðan leik í 2-0 sigrinum á Liverpool í FA-bikarnum á þriðjudag.

Hann átti það góðan leik að Tony Cascarino, fyrrum leikmaður Chelsea, líkti honum við Roy Keane, fyrrum fyrirliða Manchester United.

„Honum var hent í djúpu laugina og hann synti," sagði Cascarino á Talksport. „Hann lenti ekki í vandræðum."

„Hann setti tóninn á fyrstu 15 mínútunum með því að spila sinn leik, hafa trú á sjálfum sér og stjórna hraðanum á miðjunni. Án þess að fara eitthvað fram úr mér þá man ég eftir því að (Roy) Keane var svipaður á þessum aldri."

„Roy Keane var óttalaus fótboltamaður, hann krafðist þess að fá boltann. Billy Gilmour virðist vera þannig líka."

Það er spurning hvort að Gilmour haldi sæti sínu í liðinu á sunnudaginn gegn Everton í ensku úrvalsdeildini.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner