banner
   fim 05. mars 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Hitapylsan á Laugardalsvöll á morgun
Frá Laugardalsvelli í gær.
Frá Laugardalsvelli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Líklegt er að hitapylsan fræga verði lögð á Laugardalsvöll á morgun en þetta staðfesti Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, í samtali við Vísi í dag.

Hitapylsan átti upphaflega að fara upp í dag en hún var lengur í tollinum en áætlað var auk þess sem mikill snjór er núna yfir þeim dúk sem er á Laugardalsvelli í dag.

„Það er þykkt lag á dúknum sem er nú á vellinum, tuttugu sentímetrar, og við erum að vinna í að tæma það. Leið og allur snjór er farinn af dúknum munum við skipta um dúk,“ sagði Kristinn við Vísi.

Hitapylsan, eða hitadúkurinn, sem kemur erlendis frá mun halda hita yfir grasinu næstu vikurnar til að Laugardalsvöllur verði í eins góðu ásigkomulagi og hægt er fyrir leikinn gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM þann 26. mars.

Sjá einnig:
Það sem er gert til að hafa Laugardalsvöll kláran 26. mars
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner