Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. mars 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Raggi Sig spilaði ekki með í bikartapi út af meiðslum
Raggi Sig er mikilvægur fyrir landsliðið.
Raggi Sig er mikilvægur fyrir landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki með FC Kaupmannahöfn í 2-0 bikartapi gegn AaB frá Álaborg í gær.

FCK fer ekki í undanúrslit danska bikarsins þetta árið. Félaginu hefur reyndar ekki tekist að komast í undanúrslit síðan 2017, en það ár fór liðið alla leið og vann bikarinn.

Fram kemur á heimasíðu FCK að Ragnar sé á meiðslalistanum og því hafi hann ekki verið með. Ekki kemur fram nákvæmlega hversu lengi Ragnar verður frá.

Það er vonandi að það sé ekki alvarlegt því Ragnar er mjög svo mikilvægur fyrir íslenska landsliðið sem tekur þátt í umspili um að komast á EM í lok þessa mánaðar. Við mætum þá Rúmeníu á Laugardalsvelli í undanúrslitum.

Hinn 33 ára gamli Ragnar sneri aftur til Kaupmannahafnar í janúar síðastliðnum eftir dvöl í Rússlandi hjá Rostov. Hann lék áður með FCK frá 2011 til ársins 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner