Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
   fös 05. apríl 2024 15:37
Elvar Geir Magnússon
Spenna í Gylfa - „Undir Adda komið hversu mikið ég spila“
Gylfi í Lengjubikarleiknum gegn ÍA nýlega.
Gylfi í Lengjubikarleiknum gegn ÍA nýlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu, loksins eru æfingaleikirnir búnir og deildin að byrja. Núna er alvaran að byrja og undirbúningurinn breytist. Þetta verður hörkudeild, ég held að deildin sé á frábærum stað," sagði Gylfi Þór Sigurðsson á fréttamannafundi Vals í dag.

Valsmenn eiga leik gegn ÍA á sunnudaginn í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.

Hvernig finnst Gylfa gæðin hafa verið í þeim leikjum sem hann hefur spilað á undirbúningstímabilinu?

„Ég held að gæðin miðað við aðstæður hafi verið mjög góð. Það var náttúrulega skítakuldi og völlurinn hálf frosinn, samt allt í lagi. Ef við horfum á okkar hóp erum við með fullt af góðum leikmönnum og ég er að njóta þess mjög vel að spila með þeim."

Gylfi lék 45 mínútur gegn Víkingi í meistarar meistaranna, hvað er hann tilbúinn að spila mikið á sunnudaginn?

„Það er undir Adda (Arnari Grétarssyni þjálfara) komið hversu mikið ég spila. Ég get alltaf spilað eins mikið og mögulegt er, en þetta hefur verið gert skynsamlega varðandi spiltímann hingað til. Það er hægt og rólega verið að bæta við álagið á mér. Ég kom vel út úr leiknum síðast."

Valur og ÍA mættust nýlega í Lengjubikarnum og þar réðust úrslitin í vítakeppni, gefur sá leikur vísbendingu um hvernig leik við fáum á sunnudaginn?

„Ég held að leikurinn á sunnudaginn verði mjög svipaður og leikurinn sem við spiluðum við þá fyrir nokkrum vikum. Þeir sýndu að þeir eru öflugir sem lið og sterkir varnarlega," segir Gylfi sem býst við hörkuleik á sunnudag.

Í spilaranum má sjá viðtal sem Gylfi veitti Fótbolta.net eftir fréttamannafundinn í dag.
Athugasemdir
banner