Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. maí 2021 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Chelsea tók Real Madrid í kennslustund
Mynd: Getty Images
Chelsea 2 - 0 Real Madrid
1-0 Timo Werner ('26)
2-0 Mason Mount ('85)

Chelsea og Real Madrid áttust við í hörkuleik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Leikurinn var gríðarlega opinn og skemmtilegur þar sem heimamenn spiluðu frábæran bolta og tóku forystuna á 26. mínútu. Timo Werner fylgdi þá eftir fallegu sláarskoti Kai Havertz eftir frábæra takta hjá N'Golo Kante í uppbyggingunni. Werner kom knettinum í netið einnig fyrr í leiknum en ekki dæmt mark vegna rangstöðu.

Bæði lið komust nálægt því að skora og átti Havertz skalla í slá. Edouard Mendy varði nokkrum sinnum frábærlega en það voru heimamenn sem komust nær því að bæta við frekar en gestirnir að jafna.

Chelsea komst oft nálægt því að tvöfalda forystuna en knötturinn rataði ekki í netið. Því lengra sem leið á seinni hálfleikinn því betur spiluðu heimamenn og loks innsiglaði Mason Mount sigurinn með marki á 85. mínútu.

Það var Kante sem byrjaði sóknina frábærlega, gaf boltann á Christian Pulisic sem kom honum fyrir markið á Mount.

Chelsea verðskuldaði markið fyllilega og er búið að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum gegn Manchester City. Lærisveinar Thomas Tuchel spiluðu stórkostlega gegn Spánarmeisturunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner