mið 05. maí 2021 11:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild kvenna: 10. sæti
Álftanes er spáð 10. sæti í sumar
Álftanes er spáð 10. sæti í sumar
Mynd: Álftanes
Álftanes stillir upp splunkunýju liði í ár
Álftanes stillir upp splunkunýju liði í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2.deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-12 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10. Álftanes
11. SR
12. Einherji
13. KM

Lokastaða í fyrra: 4. sæti í 2. deild

Þjálfari: Ríkin Napoleon Djurhuus tók við liðinu í vetur. Hann þjálfaði áður hjá HB í heimalandi sínu, Færeyjum. Honum til aðstoðar er Guðmundur Guðjónsson sem áður þjálfaði ÍR í 1. deildinni.

Álftanes er að vinna með glænýtt módel í ár og leikmannahópur liðsins er gjörbreyttur frá í fyrra. Stjarnan varð Íslandsmeistari í 2.flokki sl. sumar og leikmenn úr því liði og 3.flokki Stjörnunnar og Álftanes verða í liðinu í bland við reynslumeiri leikmenn. Verið er að búa til vettvang fyrir þessa ungu leikmenn til að kynnast meistaraflokksumhverfi og þroskast og dafna.

Lykilmenn: Mist Smáradóttir, Emilía Árnadóttir, Rakel Mist Hólmarsdóttir

Gaman að fylgjast með: Mist Smáradóttir er fædd 2005 og gríðarlega efnileg. Hún spilaði leik með meistaraflokki Stjörnunnar fyrr á árinu og bar fyrirliðabandið í 2-1 sigri Álftanes á SR í bikarnum nú fyrir stuttu.

Við heyrðum í Ríkin þjálfara og spurðum hann út í spánna og sumarið:

Hvað finnst þér um að vera spáð 10. sætinu?

„Það fjölgar í deildinni og þar með eykst samkeppnin um að komast upp. Samhliða því höfum við séð að flest liðin í deildinni eru að fá til sín erlenda leikmenn til að styrkja sig. Það að spá Álftanesi 10. sæti kemur ekki rosalega á óvart miðað við leiki á undirbúningstímabilinu en ég vona og vænti þess að við getum gert betur þegar deildin hefst.“

Hver eru markmið Álftaness í sumar?

„Markmið Álftanes í ár eru að byggja upp nýtt lið í kringum yngri leikmenn úr sveitafélaginu. Við trúum því að það muni koma bæði liðinu og félaginu til góðs til langs tíma litið. Í stuttu máli er markmið okkar að búa til reynslu í mjög hæfileikaríkum en ungum leikmannahópi.“

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið?

„Undirbúningstímabilið hófst í janúar þegar nýr færeyskur þjálfari tók við liðinu. Í kjölfarið mótaðist leikmannahópurinn. Hópurinn æfði vel og ákaft og við trúum því að liðið geti komið á óvart gegn liðunum sem spáð er í toppbaráttu.“

Er liðið mikið breytt frá því í fyrra?

„Liðið er gjörbreytt þar sem félagið ákvað að feta aðra braut með meistaraflokksliðið sitt. Það er að segja, fara í samstarf við nágrannafélagið Stjörnuna og gefa ungum og hæfileikaríkum leikmönnum tækifæri til að öðlast meistaraflokksreynslu. Það er enginn leikmaður eftir af liðinu frá í fyrra og það verður því glænýtt lið sem spilar í sumar með langtímamarkið.

Hvernig býstu við að deildin spilist í sumar?

„Ég held að það hafi orðið spennandi breyting á deildinni með tilkomu nýrra liða. Fleiri leikmenn geta því keppt í meistaraflokksbolta og mér finnst það mjög jákvætt fyrir íslenskan fótbolta."

„Önnur lið í deildinni hafa sett mikið fjármagn í að sækja erlendan liðsstyrk eða leikmenn úr öðrum liðum og ég held að það skili sér í harðri samkeppni þeirra á milli. Eins og staðan er núna virðast vera vísbendingar um að nokkur lið standi framar öðrum. Sérstaklega Fjölnir, Sindri og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir. Önnur lið ættu að vera jafnari og dagsformið í innbyrðisviðureignum kemur til með að telja."


Hvað finnst þér um keppnisfyrirkomulagið í deildinni?

„Ég held að nýja leikfyrirkomulagið þar sem lið mætast aðeins einu sinni og svo verði farið í úrslitakeppni geti gert deildina meira spennandi og gefið hverjum leik meira vægi. Þú gætir tapað einum leik og ekki átt tækifæri til að jafna það út með því að vinna sama lið síðar á tímabilinu. Hver leikur verður þá í sjálfu sér úrslitaleikur fyrir þau lið sem ætla sér að komast upp um deild og það er ekkert svigrúm til að klikka.“

Komnar:

Farnar:

Fyrstu leikir Álftaness:
13. maí Einherji - Álftanes
22. maí Álftanes – Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
27. maí ÍR - Álftanes
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner