Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fim 05. maí 2022 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar er mjög ánægður í Árbænum - „Ef það gengur upp þá förum við upp"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei, það kemur mér að sjálfu sér ekkert á óvart að liðunum sem féllu niður sé spáð þarna uppi," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, við Fótbolta.net í vikunni.

Fylki er spáð toppsætinu í Lengjudeildinni í sumar

„Við erum búnir að eiga mjög fínan vetur, búnir að æfa vel, spila fullt af leikjum og það hefur gengið bara ansi vel. Við erum með gott lið og góða blöndu af ungum og eldri leikmönnum."

Albert Brynjar Ingason er meiddur, en eru aðrir klárir?

„Allir aðrir eru klárir. Það er fínt stand á mannskapnum og menn geta ekki beðið eftir því að byrja. Við erum með frábæran hóp og það verða ekki breytingar fyrir gluggalok. Ég reikna ekki heldur með því að það séu einhverjir að fara fyrir gluggalok."

Er það klárt markmið að ná efsta sætinu?

„Markmiðið er að fara upp og eiga frábæra frammistöðu í öllum leikjum í sumar. Ef það gengur upp þá förum við upp."

Hvernig líður þér í Árbænum?

„Mér líður mjög vel í Árbænum, það er frábært fólk sem vinnur í Fylki, erum með frábæran leikmannahóp, fína umgjörð í kringum okkur og vel hugsað um okkur. Þetta lítur bara vel út og ég er bara mjög ánægður," sagði Rúnar að lokum.
Athugasemdir
banner