Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. júlí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yorke segir að Keane verði aðeins að slaka á
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Dwight Yorke, fyrrum sóknarmaður Manchester United, gagnrýnir það hvernig Roy Keane hefur komið fram í sjónvarpi.

Keane er fyrrum fyrirliði Manchester United og spilaði með Yorke. Keane hefur starfað í sjónvarpi á þessari leiktíð og er ekki hræddur við að segja sína skoðun. Hann talaði um það á dögunum að hann hefði farið í slag við David de Gea í hálfleik gegn Tottenham.

Yorke segir að Keane ætti að hafa sig hægan þar sem hann var nú ekki fullkominn leikmaður sjálfur.

„Ég spilaði með honum og ég spilaði líka undir hans stjórn þegar hann var þjálfari. Ég veit hvernig einstaklingur hann er," sagði Yorke í samtali við The Mirror.

„Þú verður bara að taka það á kassann þegar hann er að tjá sig. Hann segir það sem hann vill segja. Sumu fólki finnst það í lagi og sumum ekki."

„Það gera allir mistök. Hann var ekki fullkominn þegar hann spilaði. Hann gerði mistök á sinni vegferð. Hann verður aðeins að slaka á."

„Kannski var eitt af því sem stuðlaði að falli hans úr þjálfun var það hvernig hann kom orðunum frá sér til leikmanna. Það gat verið móðgandi."

Síðasta þjálfarastarf Keane var þegar hann var aðstoðarþjálfari Nottingham Forest á síðasta ári.
Athugasemdir
banner