Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Igor Tudor tekur við Marseille (Staðfest)
Igor Tudor
Igor Tudor
Mynd: Getty Images
Króatíski þjálfarinn Igor Tudor er nýr þjálfari Marseille í Frakklandi en þetta tilkynnti félagið í gær.

Jorge Sampaoli hætti með liðið á dögunum vegna óánægju með að hafa ekki reynt að halda franska varnarmanninum William Saliba áfram hjá félaginu.

Því sagði hann starfi sínu lausu en franska félagið var ekki lengi að finna eftirmann hans.

Igor Tudor er tekinn við liðinu en hann skrifaði undir tveggja ára samning í gær.

Tudor þjálfaði síðast Hellas Verona í Seríu A á Ítalíu en hann sagði upp störfum í lok maí.

Hann tekur annars við ágætis búi hjá Marseille. Liðið hafnaði í 2. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð og mun því spila í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner