Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 05. ágúst 2020 17:56
Brynjar Ingi Erluson
Hópuppsögn hjá Arsenal - Einn virtasti njósnari heims látinn fara
Cagigao átti stóran þátt í því að fá Cesc Fabregas til Arsenal
Cagigao átti stóran þátt í því að fá Cesc Fabregas til Arsenal
Mynd: Getty Images
Enskir miðlar greina frá því í dag að enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal ætli sér að segja upp 55 starfsmönnum hjá félaginu en á meðal þeirra er maðurinn sem fékk þá Cesc Fabregas, Hector Bellerin og Gabriel Martinelli til félagsins.

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft áhrif á fjárhag hjá knattspyrnufélögum um allan heim en leikmenn Arsenal samþykktu 12,5 prósent launalækkun í apríl og þá hafa háttsettir menn innan félagsins tekið á sig launalækkanir út árið.

Félagið þarf þó að skera enn frekar niður í kostnaði og er ljóst að 55 manns missa starf sitt hjá félaginu.

Einn þeirra er Francis Cagigao en hann hefur unnið fyrir félagið í tvo áratugi og fundið menn á borð við Cesc Fabregas, Gabriel Martinelli og Hector Bellerin.

Hann hefur verið einn mikilvægasti maðurinn í herbúðum félagsins síðustu árin en nú er hann á förum. Brian McDermott, sem lék með Arsenal frá 1979 til 1984 og einn reyndasti njósnari liðsins verður einnig látinn fara.
Athugasemdir
banner
banner