Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 05. ágúst 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Markasyrpa með Hallgrími Mar - Markahæsti leikmaður í sögu KA
Marki fagnað á þriðjudag.
Marki fagnað á þriðjudag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði í gær bæði mörk KA í 2-1 sigri á Keflavík á Greifavellinum á þriðjudag.

Hann hefur nú skorað 74 mörk í deild og bikar fyrir KA sem gerir hann að markahæsta leikmanni í sögu félagsins. Hann er auk þess leikjahæsti leikmaður félagsins.

Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Keflavík

Grímsi er þrítugur leikmaður sem spilar oftast úti á vinstri kantinum. Hann hefur skorað átta mörk í deildinni í sumar og er fjórði markahæstur í deildinni, jafn Steven Lennon.

Grímsi var til viðtals eftir leikinn á þriðjudag og má sjá það hér að neðan. Daníel Smári Magnússon textalýsti leiknum hér á Fótbolti.net og valdi Grímsa mann leiksins.

„Skoraði bæði mörk KA og var frábær í leiknum, bæði varnar- og sóknarlega. Magnaður leikmaður," skrifaði Daníel Smári um Hallgrím.

Hér má sjá myndband sem KA setti saman með mörkum frá Hallgrími:




Hallgrímur Mar: Vissum að þeir væru með frábært lið
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner