Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. ágúst 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Inter býst við endurbættu tilboði frá Chelsea í Lukaku
Powerade
Lukaku í æfingaleik með Inter í síðustu viku.
Lukaku í æfingaleik með Inter í síðustu viku.
Mynd: Getty Images
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Lazio hefur áhuga.
Lazio hefur áhuga.
Mynd: Getty Images
Það viðrar vel fyrir slúðurpakka. Lukaku, Bernardo, Abraham, Pogba, Coutinho, Messi, Maddison, Kounde og fleiri koma við sögu. BBC tók saman.

Ítalska félagið Inter býst við því að Chelsea muni snúa aftur með endurbætt tilboð upp á 110 milljónir punda fyrir belgíska sóknarmanninn Romelu Lukaku (28) eftir að tilboði upp á 85 milljónir punda og varnarmanninn Marcos Alonso (30) var hafnað. (Mail)

Væntanleg koma Jack Grealish (25) til Manchester City gæti leitt til þess að Bernardo Silva (26) yfirgefi félagið. Barcelona og Atletico Madrid hafa áhuga á portúgalska landsliðsmanninum. (Mundo Deportivo)

Aston Villa mun reyna að fá Todd Cantwell (23) frá Norwich ef Grealish fer til City. (Sky Sports)

Atalanta mun ræða við Chelsea um helgina varðandi mögulegt tilboð í Tammy Abraham (23), sóknarmann Englands. (Gianluca di Marzo)

Paul Pogba (28) mun byrja tímabilið með Manchester United en mun taka ákvörðun um framtíð sína áður en glugganum verður lokað. PSG hefur áhuga á franska miðjumanninum. (Telegraph)

Tottenham vill kaupa sóknarmiðjumann í sumar en Noni Madueke (21) hjá PSV Eindhoven og danski vængmaðurinn Mikkel Damsgaard (21) hjá Sampdoria eru á óskalistanum. (Standard)

Philippe Coutinho (28) hjá Barcelona er meðal leikmanna sem Tottenham mun reyna að fá ef félagið selur Harry Kane (28). (Mundo Deportivo)

Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, segist ekki vera búinn að ræða við Kane en sóknarmaðurinn var ekki með í 2-2 jafntefli gegn Chelsea í æfingaleik. (BBC)

Búist er við því að Lionel Messi (34) skrifi undir nýjan samning við Barcelona í þessari viku. Hann hefur gert munnlegt samkomulag um fimm ára samning og 50% launaskerðingu. (Sky Sports)

Leicester City hefur hafnað tilboði frá Arsenal í enska miðjumanninn James Maddison (24). Refirnir hafa ekki áhuga á þeim leikmönnum sem Arsenal hefur boðið í skiptum. (Football Insider)

Tilraunir Chelsea til að fá Jules Kounde (22) frá Sevilla hafa verið settar í bið eftir að Kurt Zouma (26) hafnaði að fara til West Ham. (Guardian)

Newcastle hefur áhuga á að fá enska miðjumanninn Oliver Skipp (21) lánaðan frá Tottenham. (Mail)

Sheffield United vonast til að fá Ben Davies (25) lánaðan frá Liverpool. Enski varnarmaðurinn hefur ekki spilað fyrir Liverpool síðan hann kom frá Preston í janúar. (Goal)

Ítalska félagið Lazio hefur áhuga á Xherdan Shaqiri (29) en svissneski landsliðsmaðurinn vill fara frá Liverpool. (Corriere dello Sport)

Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace, segist hafa átt gott spjall við Fílabeinsstrendinginn Wilfried Zaha og vonast til að þessi 28 ára leikmaður verði áfram. (Sky Sport)

Palace hefur áhuga á að fá Reiss Nelson (21) lánaðan frá Arsenal. Nelson fær væntanlega að fara á láni en búast má við því að spiltími hans yrði takmarkaður hjá Arsenal. (Sky Sports)

Umboðsmenn Saul Niguez (26) hjá Atletico Madrid vilja að hann fari til Liverpool. Enska félagið er hinsvegar í óvissu með vilja spænska landsliðsmannsins til að koma á Anfield. (CaughtOffside)

Slóvakinn Juraj Kucka (34), miðjumaður Parma, er að ganga í raðir Watford. (Watford Observer)

Southampton er að ganga frá kaupum á enska sóknarmanninum Adam Armstrong (24) frá Blackburn Rovers eftir að hafa selt Danny Ings (29) til Aston Villa. (Football League World)

Þýski miðjumaðurinn Joshua Kimmich (26) hefur samþykkt fimm ára samning við Þýskalandsmeistara Bayern München. (Bild)

Samningur austurríska miðjumannsins Marcel Sabitzer (27) við RB Leipzig rennur út 2022 og hann hyggst ekki framlengja. Hann hefur verið orðaður við Bayern München. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner