fös 05. ágúst 2022 17:50
Brynjar Ingi Erluson
Cucurella: Draumur að rætast
Mynd: Heimasíða Chelsea
Spænski leikmaðurinn Marc Cucurella gekk í raðir Chelsea í dag frá Brighton og verður hann dýrasti bakvörður sögunnar.

Chelsea staðfesti kaupin í dag en félagið greiðir Brighton 55 milljónir punda en kaupverðið gæti hækkað um 7 milljónir til viðbótar ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Hann skrifaði undir sex ára samning við Lundúnarliðið en Manchester City var einnig á eftir kappanum.

Cucurella, sem er 24 ára gamall, segir þetta draum að rætast.

„Ég er svo stoltur að ganga til liðs við þetta félag. Það hefur verið draumur minn síðan ég var barn að spila fyrir Chelsea og ég er ánægður að hafa afrekað það. Get ekki beðið eftir því að koma mér af stað," sagði Cucurella.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner