Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 05. ágúst 2022 20:57
Brynjar Ingi Erluson
England: Arsenal byrjar tímabilið á sigri
Gabriel Martinelli fagnar fyrsta marki Arsenal
Gabriel Martinelli fagnar fyrsta marki Arsenal
Mynd: EPA
Gabriel Jesus komst ekki á blað í kvöld en var mjög hreyfanlegur í sóknarleiknum
Gabriel Jesus komst ekki á blað í kvöld en var mjög hreyfanlegur í sóknarleiknum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Crystal Palace 0 - 2 Arsenal
0-1 Gabriel Martinelli ('20 )
0-2 Marc Guehi ('85, sjálfsmark )

Arsenal lagði Crystal Palace að velli, 2-0, í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en leikurinn var spilaður á Selhurst Park, heimavelli Palace.

Gestirnir stilltu upp sterku liði. Arsenal átti gott undirbúningstímabil og var brasilíski framherjinn Gabriel Jesus ekki lengi að koma sér í hlutina. Hann var í byrjunarliðinu í kvöld ásamt William Saliba og Oleksandr Zinchenko.

Arsenal byrjaði vel og pressaði hátt á lið Palace. Martinelli kom sér í gott færi á 4. mínútu en skot hans fór rétt framhjá markinu. Stuttu síðar átti Zinchenko fínasta skot að marki en Vincent Guaita varði vel.

Það kom því lítið á óvart er Arsenal tók forystuna á 20. mínútu en Bukayo Saka tók þá hornspyrnu beint af æfingasvæðinu. Hann tók langan bolta á fjær þar sem Zinchenko var mættur til að skalla hann fyrir markið og þar var Martinelli fyrstur að átta sig og náði að koma boltanum í netið.

Leikmenn Palace vildu fá vítaspyrnu á 36. mínútu. Boltinn fór þá af hendinni á Gabriel, varnarmanni Arsenal. Mennirnir í VAR-herberginu skoðuðu atvikið en töldu Gabriel hafa verið með hendurnar í náttúrlegri stöðu og því ekkert dæmt.

Aaron Ramsdale átti góðan dag í marki Arsenal. Undir lok fyrri hálfleiksins varði hann vel frá Odsonne Edouard. Franski framherjinn hótaði aftur marki stuttu síðar en skot hans fór af varnarmanni og yfir markið.

Palace fékk algert dauðafæri til að jafna metin í byrjun síðari hálfleiksins. Eberechi Eze fékk sendingu inn fyrir frá Wilfried Zaha en Ramsdale gerði sig stóran og varði vel. Eze átti þó klárlega að gera betur í þessari stöðu.

Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum náði Arsenal að gera út um leikinn. Eddie Nketiah, sem hafði komið inná sem varamaður, fann Saka úti hægra megin. Hann keyrði í átt að teignum og tókst að koma boltanum fyrir, en boltinn fór af Marc Guehi, fyrirliða Palace, og þaðan í netið. Algerlega óverjandi fyrir Guaita.

Lokatölur 2-0, Arsenal í vil. Góð frammistaða hjá lærisveinum Mikel Arteta. Liðið hélt bolta vel og var sigurinn verðskuldaður á erfiðum útivelli.

Arsenal (3-4-1-2): Aaron Ramsdale; Ben White, William Saliba, Gabriel Magalhaes; Bukayo Saka, Thomas Partey, Granit Xhaka, Oleksandr Zinchenko ('83 Kieran Tierney); Martin Odegaard ('90 Albert Sambi Lokonga); Gabriel Jesus ('83 Eddie Nketiah), Gabriel Martinelli.

Crystal Palace(4-2-3-1): Vicente Guaita; Nathaniel Clyne, Joachim Andersen, Marc Guehi, Tyrick Mitchell; Jeffrey Schlupp ('86 Will Hughes), Cheick Doucoure ('75 Luka Milivojevic); Jordan Ayew, Eberechi Eze ('86 Malcolm Ebiowei), Wilfried Zaha; Odsonne Edouard ('58 Jean-Philippe Mateta)
Athugasemdir
banner
banner
banner