Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
banner
   mán 05. ágúst 2024 22:26
Haraldur Örn Haraldsson
Heimir Guðjóns: Of margir í mínu liði sem vildu ekki fá boltann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heimir Guðjónsson þjálfari FH var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-2 gegn Víking á Kaplakrikavelli.


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Við náðum ekki í seinni hálfleik að halda boltanum innan liðsins og nýta svæðin milli varnar og miðju. Eins og menn vita, ef þú kemst í gegnum fyrstu pressuna hjá Víking þá er mönnum allir vegir færir. Við gerðum það betur í fyrri hálfleik, við náum ekki að gera það nógu vel í seinni hálfleik. Kannski voru of margir í mínu liði sem að vildu ekki fá boltan. Það svona varð þess valdandi að við fengum ekki þau úrslit sem við vildum. Mér fannst líka að við hefðum átt að fá víti í seinni hálfleik þegar Ekroth tekur Sigga (Sigurð Bjart) niður þegar Bjössi (Björn Daníel) er farinn. Svo fengum við þarna dauðafæri til að jafna leikinn, en það gekk ekki upp í dag. Svo er erfitt að vinna jafn gott lið og Víking ef þú ert að gefa auðveld mörk."

FH er í 4. sæti deildarinnar, jafnir Val á stigum sem er í 3. sæti. Fyrir þennan leik höfðu þeir verið taplausir 6 leiki í röð og því er FH aðallega að horfa upp fyrir sig til að blanda sér í toppbaráttuna.

„Við erum alltaf að horfa upp á við, það er það sem alvöru sigurvegarar gera, þeir horfa upp á við. Við erum í þeirri stöðu að við erum að búa til gott lið sem er samkeppnishæft og það tekur tíma. Svo ertu líka með það að einhversstaðar á leiðinn þá eru hindranir, þetta er ekki bara bein leið. Þá þurfum við að læra af þeim hindrunum og koma sterkari til baka."

Finnur Orri Margeirsson hefur ekki spilað leik síðan í maí, hann var á bekknum í dag og því styttist eitthvað í hann.

„Hann ætti að geta spilað fótbolta eftir kannski vonandi viku, 10 daga. Ég vildi taka hann með í hópinn í dag því hann er bara mikilvægur þessum hóp, topp drengur, og flottur karakter, er alltaf tilbúinn að hjálpa. Það er gott að hafa svoleiðis menn í hóp."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner