Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mán 05. ágúst 2024 15:00
Sölvi Haraldsson
Joao Neves í PSG (Staðfest)
Joao Neves er nýr leikmaður PSG.
Joao Neves er nýr leikmaður PSG.
Mynd: Getty Images

PSG tilkynntu Joao Neves sem nýjasata leikmann félagsins rétt í þessu á samfélagsmiðlum. Neves kemur frá Benfica til Parísar.


Þessi 19 ára miðjumaður skrifar undir 5 ára samning við PSG en kaupverðið er í kringum 60 milljónir evra. Síðan eru bónusar í samningnum milli liðanna upp á 10 milljónir evra.

Joao Neves hefur verið orðaður við lið eins og PSG og Manchester United í allan vetur. Neves á 9 landsleiki fyrir Portúgal og 75 leiki fyrir Benfica í öllum keppnum og skorað í þeim fjögur mörk. 

Neves var með klásúlu í samningnum sínum sem gerði öðrum liðum kleift að kaupa hann á 120 milljónir evra en PSG fengu samþykkt tilboð í hann fyrir rúmar 60 milljónir evra.


Athugasemdir
banner
banner
banner