PSG tilkynntu Joao Neves sem nýjasata leikmann félagsins rétt í þessu á samfélagsmiðlum. Neves kemur frá Benfica til Parísar.
Þessi 19 ára miðjumaður skrifar undir 5 ára samning við PSG en kaupverðið er í kringum 60 milljónir evra. Síðan eru bónusar í samningnum milli liðanna upp á 10 milljónir evra.
Joao Neves hefur verið orðaður við lið eins og PSG og Manchester United í allan vetur. Neves á 9 landsleiki fyrir Portúgal og 75 leiki fyrir Benfica í öllum keppnum og skorað í þeim fjögur mörk.
Neves var með klásúlu í samningnum sínum sem gerði öðrum liðum kleift að kaupa hann á 120 milljónir evra en PSG fengu samþykkt tilboð í hann fyrir rúmar 60 milljónir evra.
???? ???????????? ???????????????? ????????????'???????? ???????????? ???????????????? ???????????????????????????? ???????????? ????
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) August 5, 2024
???? Welcome to Paris! ????????#WelcomeJoãoNeves pic.twitter.com/isWHUNegpp