Matip, Osimhen, Jarrad Branthwaite og Federico Chiesa eru meðal leikmanna sem koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
Joel Matip (32), fyrrum varnarmaður Liverpool, er skotmark Bayer Leverkusen. Hann myndi þá koma á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Anfield þegar samningur hans rann út núna í sumar. (Sky Þýskaland)
Joe Gomez, varnarmaður Englands, hefur engan áhuga á að yfirgefa Liverpool í sumar þrátt fyrir að félagið hafi boðið Newcastle (23) leikmanninn í skiptum við Anthony Gordon (23). (Mirror)
Chelsea gæti keypt danska miðjumanninn Matt O'Riley (23), leikmann Celtic, ef enski miðjumaðurinn Conor Gallagher (24) gengur til liðs við Atletico Madrid. (Sky Sports)
Napoli hefur ekki fengið nein opinber tilboð í nígeríska framherjann Victor Osimhen en þessi 25 ára gamli leikmaður hefur ekki áhuga á að fara til Chelsea. (Corriere dello Sport)
Borussia Dortmund leiðir kapphlaupið við Chelsea og Aston Villa um þýska framherjann Maximilian Beier (21), leikmann Hoffenheim. (Sky Þýskaland)
AC Milan hefur lagt fram 15 milljóna evra tilboð í brasilíska varnarmanninn Emerson Royal (25) frá Tottenham. (Fabrizio Romano)
Þýski framherjinn og leikmaður Borussia Dortmund Niclas Fullkrug (31) hefur lokið læknisskoðun hjá West Ham United. (Sky Sports)
Leeds United hefur spurt Liverpool út í enska miðjumanninum Bobby Clark (19) sem þeir hafa áhuga á að taka á láni. (Football Insider)
Juventus vill losa sig við átta leikmenn í sumar, þar á meðal ítalska framherjann Federico Chiesa (26), sem hefur verið orðaður við Tottenham. (Mail)
Manchester United og Arsenal hafa einnig áhuga á ódýrum Federico Chiesa sem er á lokaári samnings síns. (Teamtalk)
Everton gæti neyðst til að selja enska varnarmanninn Jarrad Branthwaite (22) á minna en þeir vilja fyrir hann til að standast FFP reglurnar. (Football Insider)