Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingar fá bandarískan sóknarmann (Staðfest)
Kvenaboltinn
Ashley Jordan Clark.
Ashley Jordan Clark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík hefur styrkt sig fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna því Ashley Clark er búin að semja við félagið.

Clark er 31 árs gömul og spilar sem sóknarmaður.

Hún var síðast á mála hjá Tampa Bay Sun í USL-deildinni í Bandaríkjunum og varð þar meistari ásamt Andreu Rán Hauksdóttur, sem gekk á dögunum í raðir FH.

Clark lék þar áður í Frakklandi með bæði Marseille og Le Havre.

Bandaríski sóknarmaðurinn getur leikið sinn fyrsta leik fyrir Víkinga á föstudag gegn Þrótti.
Athugasemdir