
Víkingur Reykjavík hefur styrkt sig fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna því Ashley Clark er búin að semja við félagið.
Clark er 31 árs gömul og spilar sem sóknarmaður.
Clark er 31 árs gömul og spilar sem sóknarmaður.
Hún var síðast á mála hjá Tampa Bay Sun í USL-deildinni í Bandaríkjunum og varð þar meistari ásamt Andreu Rán Hauksdóttur, sem gekk á dögunum í raðir FH.
Clark lék þar áður í Frakklandi með bæði Marseille og Le Havre.
Bandaríski sóknarmaðurinn getur leikið sinn fyrsta leik fyrir Víkinga á föstudag gegn Þrótti.
Athugasemdir