Cristiano Ronaldo náði mögnuðum áfanga í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Portúgal gegn Króatíu í Þjóðadeildinni.
Ronaldo skoraði sitt 900 mark á ferlinum en þetta var 131 landsliðsmark hans. Hann er markahæsti landsliðsmaður frá upphafi og einnig ef landsliðsmörk og mörk með félagsliðum eru sett saman í eitt.
Cristiano Ronaldo tjáði sig um afrekið eftir leikinn.
„900 mörk virðist eins og hver önnur tímamót, aðeins ég veit hversu erfitt það er að vinna að því á hverjum degi að ná að skora 900 mörk. Þetta er einstakt afrek á mínum ferli. Ég næ ekki metum, þau ásækja mig," sagði Ronaldo.
Athugasemdir