Romeo, sonur David Beckham, hefur ákveðið að leggja fótboltaskóna á hilluna.
Romeo er 22 ára sóknarmaður sem hefur verið á mála hjá Brentford síðustu árin. Þar hefur hann verið hluti af varaliði félagsins.
Romeo er 22 ára sóknarmaður sem hefur verið á mála hjá Brentford síðustu árin. Þar hefur hann verið hluti af varaliði félagsins.
Romeo hóf ferilinn hjá Arsenal en hætti fótboltaiðkun árið 2015 eftir að hafa ekki fengið samning hjá enska félaginu og snéri sér að tennis. Hann sneri svo aftur í fótboltann og gekk í raðir Inter Miami, félag í eigu föður síns, árið 2021.
Núna er hann hættur aftur en breska götublaðið The Sun segir frá því að hann ætli sér núna að snúa sér að tískuferli sínum.
Romeo hafnaði nýjum samningi hjá Brentford og er búinn að skrifa undir samning við Paris Safe umboðsskrifstofuna. Hann ætlar núna að fylgja í fótspor móður sinnar og vinna með stærstu fyrirtækjum heims í tískuheiminum. Heimildarmaður The Sun segir að ástríða hans liggi þar.
David Beckham var á sínum tíma fyrirliði enska landsliðsins en synir hans þrír hafa ekki náð miklum árangri í fótbolta. Dóttir hans, Harper Seven er á táningsaldri og spurning er hvort hún muni ná að fylgja í fótspor föður síns.
Athugasemdir