Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 05. október 2018 23:04
Elvar Geir Magnússon
Neville brjálaður yfir fréttum af Mourinho: Man Utd rotið inn að beini
Gary Neville er allt annað en sáttur.
Gary Neville er allt annað en sáttur.
Mynd: Getty Images
Daily Mirror varpaði fram sprengju í kvöld en fullyrt er að Jose Mourinho verði rekinn eftir leik Manchester United gegn Newcastle á morgun, sama hvernig leikurinn fer.

Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United, er allt annað en sáttur við þessar fréttir og segir að verið sé að leika sér með eitt stærsta félag heims eins og þetta sé „Football Manager tölvuleikurinn".

„Það er eitthvað rotið inn að beini hjá félaginu þegar horft er til þeirra ákvarðana sem hafa verið teknar síðustu fjögur eða fimm ár. Það hlýtur að koma frá efstu stigum. Ef ég ræð einstaklinginn sem er fyrir neðan mig og hann bregst, þá verð ég að taka ábyrgð," segir Neville.

„Á endanum verð ég að standa upp og segja: 'Ég er ekki nægilega góður til að gera þetta'. Fólkið sem stjórnar núna er ekki nægilega gott, langt frá því. Þau eru ekki hæf. Þau eru að spila Football Manager með stærsta félag í heimi. Stöðvið þetta. Látið fólk í verkefnið sem er hæft."

„Búningsklefinn er að stýra því sem er í gangi. Skottið er að stýra hundinum. Náið aftur stjórninni, náið í leiðtogahæfileika! Ég er brjálaður."

„Jose Mourinho er einn besti stjóri heims og ég held að miðað við hvernig ástandið er þá myndu allir stjórar heims vera í vandræðum hjá þessu fótboltafélagi í dag. Hvernig staðið er að leikmannakaupum og ákvörðunum, það er komið nóg," segir Neville.

„Ég elska þetta fótboltafélag fram í rauðan dauðann. Það hefur verið líf mitt og gefið mér allt. Ég sný ekki baki við félag mitt en eitthvað þarf að breytast og það er ekki stjórinn, það nær ofar en það."


Athugasemdir
banner
banner