mán 05. október 2020 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Cuisance til Marseille (Staðfest) - Féll á læknisskoðun hjá Leeds
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Michaël Cuisance mun spila fyrir Marseille að láni frá FC Bayern út leiktíðina. Leeds United var næstum búið að kaupa hann fyrr í sumar en ungstirnið féll á læknisskoðun eftir að samið hafði verið um 20 milljón evra kaupverð.

Cuisance fer til Marseille sem partur af félagaskiptum hægri bakvarðarins Bouna Sarr til Bayern. Sarr er fenginn til að auka breiddina eftir að Sergino Dest valdi frekar að spila fyrir Barcelona.

Cuisance er 21 árs gamall og hefur hann spilað rúmlega 60 leiki fyrir yngri landslið Frakka. Hann þykir ekki nægilega öflugur til að berjast um byrjunarliðssæti hjá Bayern undir stjórn Hansi Flick.

Hann hefur í heildina spilað ellefu leiki fyrir Bayern en fyrir það hafði hann spilað 39 leiki fyrir Borussia Mönchengladbach.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner