Ingimar Torbjörnsson Stöle hefur spilað vel með KA að undanförnu. Hann var ekki í stóru hlutverki til að byrja með en vann sér inn stórt hlutverk í liðinu eftir að leið á mótið. Hann er á sínu þriðja tímabili með KA.
Framundan hjá KA er leikur gegn Vestra í 25. umferð Bestu deildarinnar í dag. Klukkan 14:00 verður flautað til leiks á Greifavelli. Fótbolti.net ræddi við Ingimar í aðdraganda leiksins.
Framundan hjá KA er leikur gegn Vestra í 25. umferð Bestu deildarinnar í dag. Klukkan 14:00 verður flautað til leiks á Greifavelli. Fótbolti.net ræddi við Ingimar í aðdraganda leiksins.
„Það er virkilega gaman að komast í stærra hlutverk en ég var í í byrjun tímabils. Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna það að ég var ósáttur með spilatímann í byrjun, sérstaklega af því að það var ekki að ganga mjög vel hjá okkur. Ég held áð lykilinn sé bara að vinna vel á æfingum og nýta vel þegar maður fyrst fær tækifærið," segir Ingimar. Hann er 21 árs og hefur bæði spilað sem bakvörður og kantmaður á tímabilinu.
Hvernig lítur þín framtíð út?
„Hvernig framtíð mín verður kemur bara í ljós. Samningurinn minn hér er að renna út og ég er að skoða hvaða möguleikar eru í boði fyrir mig, en fyrst og fremst er ég að einbeita mér að því að klára tímabilið með KA á góðan hátt. Tíminn hér hefur verið frábær, geggjaður hópur af leikmönnum."
Hvernig leggst endaspretturinn í þig, og sérstaklega leikurinn gegn Vestra?
„Hann leggst vel í mig, við erum búnir að vera að spila mjög skemmtilegan og góðan fótbolta upp á síðkastið og ætlum okkur að gera það áfram síðustu þrjá leikina líka."
„Leikurinn gegn Vestra verður spennandi leikur. Ekki langt síðan að við spiluðum á móti þeim síðast, við verðum bara að endurtaka þann leik. Fyrsta markið verður mikilvægt!" segir Ingimar.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 25 | 9 | 6 | 10 | 30 - 31 | -1 | 33 |
2. KA | 24 | 9 | 5 | 10 | 35 - 44 | -9 | 32 |
3. ÍA | 25 | 10 | 1 | 14 | 35 - 45 | -10 | 31 |
4. Vestri | 24 | 8 | 3 | 13 | 23 - 37 | -14 | 27 |
5. Afturelding | 25 | 6 | 8 | 11 | 35 - 44 | -9 | 26 |
6. KR | 25 | 6 | 7 | 12 | 48 - 60 | -12 | 25 |
Athugasemdir