Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
banner
   þri 05. nóvember 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Salah: Mun aldrei gleyma hvernig er að skora á Anfield
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Liverpool eru smeykir um að egypska stórstjarnan Mohamed Salah sé á förum frá félaginu eftir tímabilið.

Salah er 32 ára gamall og rennur samningur hans við Liverpool út næsta sumar.

Það er gríðarlega mikill áhugi á honum úr Sádi-Arabíu þar sem hans bíður ofursamningur til að vera eitt af andlitum sádi-arabísku deildarinnar á komandi árum.

Talið var að Salah hafi verið tilbúinn til að skipta um félag síðasta sumar en Liverpool ákvað að halda honum í eitt ár í viðbót.

Salah birti færslu á samfélagsmiðlum eftir sigur gegn Brighton um helgina, eftir að Liverpool var búið að hirða toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar af ríkjandi meisturum Manchester City sem töpuðu á útivelli gegn Bournemouth.

„Þessi klúbbur á heima á toppi deildarinnar. Öll liðin í deildinni geta unnið leiki en að lokum þá verður bara einn sigurvegari og það er okkar markmið," skrifaði Salah.

„Takk fyrir stuðninginn í gærkvöldi. Sama hvað gerist, þá mun ég aldrei gleyma því hvernig er að skora á Anfield."

Salah skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Brighton með góðu skoti eftir stoðsendingu frá Curtis Jones. Hann er kominn með sjö mörk og fimm stoðsendingar eftir tíu umferðir af deildartímabilinu.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner