Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   fim 05. desember 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
Schmeichel: Pressan kemur aftur með næsta tapleik
Peter Schmeichel, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að sigurinn gegn Tottenham í gær gefi Ole Gunnar Solskjær tímabundið andrými.

United vann Jose Mourinho og lærisveina hans í Tottenham 2-1.

„Úrslitin gefa honum nokkra daga í ró og næði. Það mun endast þar til hann tapar aftur leik," segir Schmeichel.

„Hann er með mjög ungt lið og við verðum að horfa til þess. Það koma hæðir og lægðir."

„Hann er undir pressu. Marco Silva er kannski á undan honum í að vera rekinn en hann setur traustið og trúna á sitt unga lið. Ég bjóst við því versta gegn Tottenham en liðið kom mér á óvart."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner