Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 05. desember 2020 16:57
Ívan Guðjón Baldursson
Daníel Leó, Mikael og Böðvar í sigurliðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er Blackpool lagði lærisveina Joey Barton í Fleetwood Town að velli í ensku C-deildinni.

Liðin eru nokkuð jöfn um miðja deild, Blackpool er með 22 stig eftir 15 umferðir.

Þetta var sjötti leikur Daníels Leós frá félagaskiptunum til Blackpool í byrjun október.

Fleetwood 0 - 1 Blackpool
0-1 G. Madine ('16)

Mikael Neville Anderson spilaði fyrstu 89 mínúturnar er Midtjylland lagði Vejle að velli í efstu deild danska boltans.

Mið-Jótlendingar komu sér á toppinn með sigrinum, þar sem þeir eru með 23 stig eftir 11 umferðir.

Mikael er mikið í kringum byrjunarliðið hjá Midtjylland og á þessi efnilegi framherji 7 leiki að baki fyrir A-landslið Íslands.

Vejle 0 - 2 Midtjylland
0-1 E. Sviatchenko ('45)
0-2 A. Scholz ('67, víti)

Að lokum kom Böðvar Böðvarsson inn af bekknum er Jagiellonia lagði Warta Poznan að velli í hörkuleik.

Staðan var 3-3 þegar Böðvar kom inn á 63. mínútu. Vörnin hætti að leka og náði hetjan Jakov Puljic að gera sigurmark úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Puljic setti þrennu í leiknum og tryggði mikilvæg stig fyrir Jagiellonia, sem er þremur stigum frá Evrópusæti.

Jagiellonia 4 - 3 Warta Poznan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner