mán 06. febrúar 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Andrey Santos raðar inn mörkunum með Brasilíu
Mynd: EPA

Andrey Santos er 18 ára gamall miðjumaður sem Chelsea keypti fyrir tæpar 20 milljónir punda, þegar árangurstengdar aukagreiðslur eru taldar með, frá Vasco da Gama fyrr í vetur.


Honum hefur verið lýst af fyrrum landsliðsmönnum sem framtíðarstjörnu Brasilíu og er hann gríðarlega öflugur varnarlega auk þess að vera einstaklega markheppinn.

Hann var lykilmaður er Vasco da Gama fór upp úr brasilísku B-deildinni á síðustu leiktíð. Þar skoraði hann í heildina 11 mörk í 43 leikjum spilandi sem varnarsinnaður miðjumaður.

Þessa dagana er hann að spila með U20 landsliði Brasilíu og er að sanna sig sem eitt heitasta ungstirni Suður-Ameríkumótsins. Hann hefur spilað 5 af 6 leikjum Brasilíu á mótinu og hefur tekist að skora í hverjum einasta.


Athugasemdir
banner
banner
banner