Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. febrúar 2023 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Grindavík skipuleggur æfingaleik við tvífara í Finnlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Finnska fótboltafélagið IF Gnistan, sem var stofnað árið 1924, birti skemmtilega færslu á Twitter í morgun.


IF Gnistan tísti mynd af merki Grindavíkur og spurði hvort Grindavík væri í raun sama félag nema bara í dulagervi. Það er vegna þess að merki félaganna eru ótrúlega lík.

Merkin eru í raun og veru nákvæmlega eins fyrir utan örlítinn litamun og þá staðreynd að Grindavík er með nafnið á félaginu framan á merkinu, en Gnistan ekki.

Grindvíkingar voru ekki lengi að svara tístinu frá Gnistan og eru forráðamenn félaganna byrjaðir að skipuleggja æfingaleik.

Dani Hatakka, finnskur leikmaður FH sem skoraði í æfingaleik gegn Grindavík á dögunum, tjáði sig á Twitter.

„Eins og er þá höfum við Finnar forystuna. Síðasta föstudag vannst 3-1 sigur og ég með eitt mark," skrifaði Dani, frá Finnlandi, á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner