Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fös 06. mars 2020 13:37
Magnús Már Einarsson
Alisson ekki með á morgun - Henderson klár gegn Atletico?
Alisson, markvörður Liverpool, verður ekki með liðinu gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á morgun.

Brasilíumaðurinn meiddist á mjöðm á æfingu í vikunni og því verður Adrian í markinu líkt og gegn Chelsea í enska bikarnum fyrr í vikunni.

Liverpool mætir Atletico Madrid í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudag og segir Jurgen Klopp að Alisson verði frá í viku og missi því einnig af þeim leik.

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, tognaði aftan í læri í fyrri leiknum gegn Atletico Madrid og hann verður áfram upp í stúku í leiknum gegn Bournemouth á morgun.

Henderson gæti hins vegar snúið aftur í lið Liverpool í síðari leiknum geng Atletico á miðvikudag en Jurgen Klopp staðfesti þetta á fréttamannafundi nú rétt í þessu.
Athugasemdir
banner