Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. mars 2020 17:57
Brynjar Ingi Erluson
Vuk Oskar Dimitrijevic í FH (Staðfest)
Mynd: Heimasíða FH
Knattspyrnufélagið FH hefur fengið til sín Vuk Oskar Dimitrijevic frá Leikni R. en hann var kynntur á vefsvæði félagsins í dag.

Vuk, sem er 19 ára gamall, er uppalinn í Leikni hefur spilað 41 leik og skorað 5 mörk í deild- og bikar fyrir félagið en hann var einn besti maður Leiknis í Inkasso-deildinni síðasta sumar.

Hann er sóknarsinnaður miðjumaður með mikla tæknilega getu og gott auga fyrir leiknum en hann hefur nú skrifað undir samning við FH.

Hann verður lánaður aftur í Leikni fyrir komandi leiktíð en þessi efnilegi leikmaður á að baki tíu landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Vuk er annar leikmaðurinn sem FH fær til sín en Baldur Sigurðsson kom frá Stjörnunni á dögunum.

FH hefur misst nokkra öfluga leikmenn en Davíð Þór Viðarsson og Pétur Viðarsson lögðu skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og þá eru þeir Brandur Olsen, Vignir Jóhannesson, Halldór Orri Björnsson, Kristinn Steindórsson, Cedric D'Ulivo og Jakum Thomsen farnir frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner