Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   lau 06. mars 2021 15:43
Aksentije Milisic
Spánn: Valladolid með lífsnauðsynlegan sigur
Valladolid 2 - 1 Getafe
1-0 Oscar Plano ('14 )
2-0 Shon Weissman ('24 )
2-1 Jaime Mata ('37 )
Rautt spjald: Jaime Mata, Getafe ('85)

Fyrsti leikur dagsins í La Liga deildinni á Spán var viðureign Real Valladolid og Getafe.

Bæði lið eru neðarlega á töflunni en Valladolid er þó í bullandi fallbaráttu og þurfti liðið því nauðsynlega á sigri að halda í dag.

Heimamenn byrjuðu miklu betur og komust í tveggja marka forystu á 24. mínútu leiksins. Oscar Plano og Shon Weissman gerðu mörkin fyrir Valladolid.

Jaime Mata minnkaði muninn fyrir Getafe á 37. mínútu og var staðan 2-1 í hálfleik. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum en markaskorari Getafe fékk hins vegar rautt spjald þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

Lífsnauðsynlegur sigur hjá Valladolid, sem er núna þremur stigum frá fallsæti sem stendur.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner
banner