Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 06. mars 2021 22:11
Victor Pálsson
Ummæli Haaland í vikunni vekja athygli - „Um leið og ég skora þá skorar hann þrennu"
Mynd: Twitter
Það fór fram stórleikur í Þýskalandi í kvöld er Bayern Munchen vann 4-2 sigur á Borussia Dortmund í stórskemmtilegri viðureign.

Erling Haaland og Robert Lewandowski eru tveir af heitustu framherjum heims og mættust þeir þegar þessi lið áttust við.

Haaland hafði skorað 17 mörk í deildinni fyrir leikinn í kvöld en Lewandowski mun meira eða 28 stykki.

Það er athyglisvert að skoða ummæli sem Haaland lét falla í vikunni er hann var spurður út í samkeppnina við Lewandowski þegar kemur að markaskorun.

„Um leið og ég skora mark þá hugsa ég með mér að ég sé að nálgast hann á listanum og svo strax eftir það er hann búinn að skora þrennu!" sagði Haaland í vikunni.

Það er nákvæmlega það sem gerðist í þessum eina leik en Haaland skoraði fyrst tvö mörk fyrir Dortmund til að koma liðinu í 2-0.

Sú forysta dugði liðinu þó ekki en Lewandowski skoraði einmitt þrennu fyrir heimamenn og Leon Goretzka gerði þá eitt.

Lewandowski er nú kominn með 31 mark og er Haaland með 19.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner