Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   mán 06. apríl 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Moyes tekur á sig 30% launalækkun
David Moyes, stjóri West Ham, hefur tekið á sig 30% launalækkun hjá félaginu til að aðstoða það í fjárhagsvandræðum sem fylgja kórónaveirunni.

Moyes er þriðji úrvalsdeildarstjórinn sem tekur á sig launaskerðingu, sem vitað er um, en hann fylgir Eddie Howe hjá Bournemouth og Graham Potter hjá Brighton.

Fjölmargir í fótboltaheiminum hafa tekið á sig launaskerðingu vegna heimsfaraldursins.
Athugasemdir