Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 06. apríl 2020 16:00
Elvar Geir Magnússon
L’Equipe: Neymar og Mbappe verða áfram hjá PSG
Franska blaðið L’Equipe segir að sóknarleikmennirnir Neymar og Kylian Mbappe verði áfram hjá PSG.

Neymar hefur verið orðaður við endurkomu til Barcelona en Mbappe er á óskalista Real Madrid. Báðir eru samningsbundnir PSG til 2022.

Sagt er að fjárhagsvandamál vegna kórónaveirunnar muni hafa mikil áhrif á fyrirhuguð kaup evrópskra fjölmiðla.

Barcelona ætlar sér þó að fá Lautaro Martínez frá Inter og hjá Real Madrid er sagt í forgangi að styrkja miðsvæðið.
Athugasemdir
banner