Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 06. apríl 2021 12:00
Fótbolti.net
Meistaraspáin - Nær Liverpool að vinna Real Madrid?
Liverpool mætir Real Madrid.  Þessi lið áttust við í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018.
Liverpool mætir Real Madrid. Þessi lið áttust við í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018.
Mynd: Getty Images
Manchester City mætir Dortmund.
Manchester City mætir Dortmund.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net
8-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld. Meistaraspáin er á sínum stað. Sérfræðingar í ár eru Kristján Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.



Kristján Guðmundsson

Manchester City 4 - 0 Dortmund
City er nær óstöðvandi þessar vikurnar, fá ekki á sig mörk, spila ögrandi fótbolta og skora að hentugleika. Allir leikmenn liðsins heilir heilsu. Á meðan hefur gengi Dortmund legið hratt niður á við og meiðsli í herbúðum leikmanna liðsins. Haaland komst ekkert áleiðis í landsleikjunum með Noregi í seinustu viku og hætt er við því að varnarmenn City ná að loka á hann í kvöld. Varnarleikur Dortmund í lágpressu þolir alls ekki þungan í sóknum City og þessi leikur verður burst.

Real Madrid 1 - 3 Liverpool
Bæði liðin hafa verið að braggast seinustu vikur. Þetta einvígi mun ráðast á miðjutríóum liðanna, hvort liðið nær að stjórna leiknum, Real að halda boltanum og stjórna þannig hraðanum í leiknum eða Liverpool með pressunni og hröðum sóknum. Pressuleikur Liverpool hefur batnað undanfarið í kjölfar betri völdunar a miðsvæðinu. Benzema heldur áfram að skora fyrir Real en þeir munu sakna Ramos.

Guðmundur Steinarsson

Manchester City 3 - 2 Dortmund
Mjög áhugavert einvígi, City á miklu skriði og er að nota hópinn sinn vel. Spurning hvort að leikmenn haldi dampi og að þessi rótering virki þegar stóru og mikilvægu leikirnar verða fleiri og styttra á milli þeirra. Dortmund með ungt, spennandi leikmenn sem eru með stór hlutverk og eru að ná upp stemmningu hjá sér í Evrópukeppninni. Ætla samt að spá því að Manchester City taki þennan leik.

Real Madrid 1 - 2 Liverpool
Ætti að geta orðið geggjað einvígi. Stóra spurningin er hversu mikil áhrif það hefur að Ramos sé ekki með Real í þessum leik. Liverpool hefur gengið ágætlega á útivelli í keppninni. Hentar þeim vel að vera aðeins aftar a vellinum og beita hættulegum skyndisóknum. Vilja eflaust hefna ófarana úr úrslitaleiknum fyrir nokkrum árum. Ætla að spá útisigri.

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Manchester City 3 - 1 Dortmund
Allra augu munu beinast að Haaland og hann nær inn útivallarmarki sem heldur einvíginu lifandi. En Manchester City mun klára þetta á faglegan hátt.

Real Madrid 2 - 1 Liverpool
Real Madrid hefur verið á flottu skriði, níu sigrar og tvö jafntefli í ellefu síðustu leikjum. Ég held að Liverpool komist áfram úr þessu einvígi en Real mun þó vinna fyrri leikinn.

Staðan í heildarkeppninni
Guðmundur Steinarsson - 7
Fótbolti.net - 5
Kristján Guðmundsson - 5
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner