Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. apríl 2021 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leggur traust á 19 ára strák með 37 mínútur í aðalliðsfótbolta
Mynd: Getty Images
Það er óvænt nafn í byrjunarliði Borussia Dortmund í Meistaradeildinni gegn Manchester City í kvöld.

Sjá einnig:
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Jota inn - Sterling á bekknum

Hinn 19 ára gamli Ansgar Knauff fær tækifæri sem vængmaður í einum stærsta leik tímabilsins til þessa hjá Dortmund.

Edin Terzic, sem stýrir Dortmund út tímabilið, byrjar með menn eins og Giovanni Reyna, Julian Brandt og Thorgan Hazard á bekknum á meðan Knauff byrjar. Jadon Sancho er ekki í hóp í kvöld vegna meiðsla.

Knauff hafði aðeins spilað tvo keppnisleiki með aðalliðinu fyrir leikinn í kvöld og samtals 37 mínútur. Þetta er stórt kvöld fyrir hann og stór ákvörðun hjé Terzic að byrja með hann frekar en þekktari nöfn sem eru á bekknum.

Leikurinn hófst núna klukkan 19:00 og er fyrri leikur liðanna í átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner