þri 06. apríl 2021 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wijnaldum: Töpuðum boltanum fljótt í einföldum sendingum
Georginio Wijnaldum.
Georginio Wijnaldum.
Mynd: Getty Images
„Þetta var erfitt," sagði miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum eftir 3-1 tap Liverpool gegn Real Madrid í átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna og fór hann fram á Spáni.

„Við spiluðum gegn góðu liði og vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik. Við töpuðum boltanum fljót í einföldum sendingum. Það komu upp tvo augnablik þar sem við einbeittum okkur ekki nægilega mikið og þeir skoruðu."

Liverpool var 2-0 undir í hálfleik en byrjaði seinni hálfleikinn vel og minnkuðu muninn. Þeir náðu hins vegar ekki að fylgja því nægilega vel eftir.

„Við töluðum um það í hálfleik að við yrðum að spila okkar leik, hætta að tapa boltanum auðveldlega og einbeita okkur meira. Þeir voru hættulegir með löngum boltum. Við spiluðum okkar leik á ákveðnum augnablikum í seinni hálfleik og þess vegna skoruðum við. Því miður skoruðu þeir aftur og það gerir okkur erfiðara fyrir," sagði Wijnaldum en seinni leikurinn fer fram í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner