Lautaro Martínez fyrirliði Inter var gríðarlega mikilvægur í sögulegum sigri liðsins gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Lautaro skoraði og fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik þar sem heimamenn leiddu 2-0, en lokatölur urðu 4-3 eftir framlengingu. 7-6 í heildina.
Lautaro sagði í viðtali að leikslokum að hann hafi verið að spila leikinn meiddur og gaf læknateymi Inter stórt hrós fyrir að hafa tekist að púsla sér saman.
„Ég er svo stoltur og ánægður eftir þennan sigur, ég er svo þakklátur fyrir stuðningsmennina og fjölskylduna mína sem voru hér í dag. Ég var ekki á góðum stað í dag, ég var ekki 100% en læknateymið lagði mikla vinnu á sig til að koma mér í stand," sagði Lautaro við Amazon Prime að leikslokum.
„Það er allt mögulegt í fótbolta og við munum gera okkar besta til að sigra úrslitaleikinn. Það er bara eitt skref eftir. Við komumst í úrslitaleikinn í Istanbúl 2023 en í þetta sinn ætlum við að sigra. Við munum gera allt í okkar valdi til að koma Inter á toppinn í Evrópu."
Inter mætir annað hvort PSG eða Arsenal í úrslitaleiknum í München í lok maí.
Athugasemdir