De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   þri 06. júní 2023 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Angel Di Maria er samningslaus
Mynd: EPA

Argentínska stórstjarnan Angel Di Maria er samningslaus eftir eitt ár hjá Juventus í ítalska boltanum.


Di Maria, sem er 35 ára, gekk til liðs við Juve á frjálsri sölu síðasta sumar og skoraði 8 mörk í 39 leikjum fyrir félagið. Þar á meðal gerði hann 4 mörk í 10 leikjum í Evrópudeildinni er Juve var slegið út af Sevilla í undanúrslitum.

Di Maria átti erfiða byrjun hjá Juve þar sem meiðsli settu strik í reikninginn. Hann vildi semja aftur við ítalska stórveldið en Juve ákvað að semja ekki.

Næsta skref hjá Di Maria gæti verið utan Evrópu þar sem félög frá Sádí-Arabíu eru áhugasöm. Di Maria vill helst spila áfram í Evrópu en gæti endað í Sádí-Arabíu þar sem hann myndi fá drjúgar launagreiðslur.

„Þetta er endirinn á erfiðu og flóknu tímabili en ég kveð Juventus á góðan hátt, vitandi að ég gaf allt mitt til að hjálpa félaginu að vinna titil þó ætlunarverkið hafi ekki tekist. Mér leið mjög vel á tíma mínum hér og ég mun ávalt bera þetta félag í hjartanu," skrifaði Di Maria meðal annars í kveðjuskilaboðum á Instagram.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner