Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. júní 2023 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Langt frá síðasta keppnisleik Sverris - „Elskar að spila fyrir Ísland"
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason hefur ekki spilað keppnisleik með íslenska landsliðinu í meira en tvö ár. Síðasti keppnisleikur hans var með Íslandi í mars árið 2021, í 1-4 sigri gegn Liechtenstein.

Sverrir Ingi var valinn í hópinn fyrir síðasta verkefni en missti svo af því vegna meiðsla. Hann hefur misst af nokkrum leikjum vegna meiðsla en gaf líka ekki kost á sér í nokkur verkefni af persónulegum ástæðum.

Hann er hins vegar í hópnum núna og gæti spilað sinn fyrsta keppnisleik í meira en tvö ár þegar Slóvakía kemur í heimsókn í undankeppni EM þann 17. júní.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í Sverri á fréttamannafundi í dag og sagði þá: „Hann er mjög góður varnarmaður. Ég hef séð mikið af honum á WyScout. Þegar hann er í góðu standi þá er hann mjög góður varnarmaður."

„Ég talaði við hann. Það er mikilvægt að reyndari leikmennirnir séu spenntir að spila fyrir þjóð sína. Hann sagði að það væri ekkert vandamál, hann elskar að spila fyrir Ísland. Ég hlakka til að sjá hann í vörninni. Það gerir okkur sterkari og við þurfum að vera mjög sterkir varnarlega í þessum leikjum sem eru framundan."

Það eru ekki margir varnarmenn í hópnum en Sverrir, sem spilar með PAOK í Grikklandi, er gríðarlega mikilvægur í varnarleiknum hjá liðinu. Ásamt því að spila við Slóvakíu þá spilar Ísland einnig við Portúgal þann 20. júní.
Athugasemdir
banner
banner