Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   fös 06. júní 2025 22:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gulli vorkenndi markmanni Skota - „Gaf okkur blóð á tennurnar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson skoraði eitt af mörkum Íslands í 3-1 sigri gegn Skotlandi í æfingaleik ytra í kvöld. Hann mætti þreyttur í viðtal eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Skotland 1 -  3 Ísland

„Þetta er búið að vera mjög áköf vika með myndbandsfundum. Við fáum ekki margar æfingar þannig fundirnir eru búnir að ver stífir. Það var jákvætt að við gátum sýnt framfarir í dag," sagði Gulli en liðið tapaði gegn Kósovó í tveimur leikjum í síðasta landsliðsverkefni.

Gulli fann ekki fyrir pirring frá leikmönnum Skotlands.

„Meira frá áhorfendum. Maður fann það þegar markmaðurinn meiðist, það var jákvætt fyrir okkur og hann kemur kaldur inn í leikinn. Það gaf okkur blóð á tennurnar og fórum að pressa á þá," sagði Gulli.

Cieran Slicker, markvörður Skotlands, kom inn á snemma leiks í sínum fyrsta landsleik og átti mjög erfitt uppdráttar.

„Já, maður hálf vorkenndi honum ef ég á að vera alveg hreinskilinn," sagði Gulli.

Gulli skoraði þriðja mark liðsins snemma í seinni hálfleik.

„Albert kemur með frábæran bolta inn og ég teygi mig, það var mjög sætt að sjá hann inni. Svo var óvissa hvort þetta væri rangstaða eða ekki, ég var mjög ánægður að svo var ekki," sagði Gulli.
Athugasemdir
banner