mið 06. júlí 2022 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Adams samdi til fimm ára við Leeds (Staðfest)
Tyler Adams krotaði undir samning til 2027
Tyler Adams krotaði undir samning til 2027
Mynd: Heimasíða Leeds
Bandaríski landsliðsmaðurinn Tyler Adams skrifaði í dag undir fimm ára samning við Leeds United en hann kemur til félagsins frá RB Leipzig í Þýskalandi.

Adams er 23 ára gamall miðjumaður sem getur einnig leyst af í hægri bakverði.

Leikmaðurinn kemur úr akademíu New York Red Bulls en gekk í raðir Leipzig árið 2019.

Hann var í aukahlutverki fyrstu tvö árin hjá Leipzig áður en hann vann sér inn stærra hlutverk í liðinu.

Leeds kaupir Adams á 20 milljónir punda og skrifaði hann í dag undir fimm ára samning eftir að hann stóðst læknisskoðun. Hann endurnýjar nú kynni sín við Jesse Marsch, stjóra Leeds, en hann þjálfaði Adams hjá Leipzig á síðustu leiktíð.

Adams er arftaki Kalvin Phillip sem gekk í raðir Manchester City á dögunum.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner