Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Eitt augljósasta veðmálasvindl í sögu fótboltans átti sér stað í Síerra Leóne
Svindlið átti sér stað í Síerra Leóne
Svindlið átti sér stað í Síerra Leóne
Mynd: Getty Images
Knattspyrnusamband Síerra Leóne rannsakar nú fjögur félög í næst efstu deild þar í landi eftir að 187 mörk voru skoruð í tveimur leikjum á dögunum.

Kahunla Rangers vann hreint út sagt ótrúlegan 95-0 sigur á Lumbebu United á meðan Gulf FC slátraði Koquima Lebanon 91-1.

Úrslitin segja í raun alla sögina en það vekur sérstaka athygli að Gulf var aðeins 7-1 yfir í hálfleik og þá var Kahluna 2-0 yfir í hálfleik gegn Lumbebu.

Hvað átti sér stað í síðari hálfleiknum er erfitt að segja til um en það er nokkuð augljóst að um veðmálasvindl sé að ræða.

Knattspyrnusamband Síerra Leóne hefur þegar ógilt úrslitin og rannsakar nú málið frekar.

Þjálfari Lumbebu segist ekki hafa orðið var við svindl.

„Ég veit ekki til þess að úrslitum hafi verið hagrætt en ég get ekki talað fyrir hönd annarra. Við fengum mikið af mörkum á okkur í síðari hálfleik. Ég var pirraður á einum tímapunkti og yfirgaf völlinn og var því ekkert að einbeita mér að því sem var að gerast á vellinum, þannig ég get ekki sagt til um það hvað við fengum mörg mörk á okkur."

„Ég hef aldrei og mun aldrei taka þátt í að hagræða úrslitum,"
sagði Mohamed Jan Saeid Jalloh, þjálfari Lumbebu.
Athugasemdir
banner
banner
banner