Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 06. júlí 2022 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Toronto að fá Bernardeschi á frjálsri sölu
Federico Bernardeschi
Federico Bernardeschi
Mynd: Getty Images
Kanadíska félagið Toronto FC er að ganga frá viðræðum við ítalska sóknartengiliðinn Federico Bernardeschi en hann verður þriðji Ítalinn sem gengur í raðir félagsins í sumar.

Toronto hefur þegar fengið þá Lorenzo Insigne og Domenico Criscito í þessum glugga en nú er þiðji Ítalinn á leiðinni.

Bernardeschi er 28 ára gamall en hann er án félags eftir að hafa eytt síðustu fimm árum hjá Juventus.

Leikmaðurinn spilaði 183 leiki og skoraði 12 mörk á tíma sínum hjá Juventus en hann er nú á leið í MLS-deildina.

Viðræður hans við Toronto eru á lokametrunum og mun hann að öllu óbreyttu ganga í raðir félagsins á næstu dögum.

Bernardeschi, sem hefur einnig spilað fyrir Fiorentina og Crotone, á 39 landsleiki að baki fyrir ítalska landsliðið og hefur skorað 9 mörk, en hann var partur af liðinu sem vann Evrópumótið á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner